Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 janúar 2006

Tönnslustrákur

Haldiði ekki að Hilmir Viktor Stangeland, 5 mánaða og 10 daga gamall sé ekki komin með tönn ?! Uppgötvaðist í kvöldbaðinu með pabba sínum þegar hann fékk að naga putta og Ingó fannst hann finna einhvað meira en bara góminn einsog venjulega. Ég staðfesti það svo samstundis enda fer það ekkert á milli mála að þarna hefur brotist gegnum góminn einhvað beitt og ponsulítið.
Amman í Þverásnum vildi að staðfest yrði með skeið hvort ekki glamraði örugglega í og jújú... það gerði það svo sannarlega ! :) Þessi líka fíni hljómur.
Erum voða fegin að þetta hafi gerst svona frekar tíðindalítið, þ.e. án vökunótta, hita og gráts. Reyndar verið pínu órólegur í svefni síðastliðnar nætur en ekkert til að tala um, sofið frá 20-08 einsog venjulega. Vonum bara að næstu tennur komi jafn mjúklega.

Vorum að bæta við myndum á heimasíðuna ! Íslandsferðin í desember, jól, skírnin og svo nýjustu frá því núna í janúar.

1 Comments:

  • ó, það er svo gaman að sjá myndirnar, þetta er svo flottur strákur sem þið eigið!!!

    By Blogger Kristína, at 9:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home