Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 mars 2006

Peli ?! Fuss og svei !!

Hilmir tók uppá því alveg á eigin spýtur að vilja ekki pela... brjóstinu neitar hann ekki þegar það er í boði en pelanum slær hann frá sér. Fyrst héldum við að þetta væri útaf því að hann hefði verið lasin en núna hefur þetta gengið svona í næstum 2 vikur og engin bót á máli.
Marie á BVC (ungbarnaeftirlitinu) sagði okkur að prófa að bæta við máltíð hjá honum seinnipartinn svo hann fengi graut rétt fyrir háttinn. Myndi þá koma í staðinn fyrir magafylli af pelamjólk og vonandi hjálpa honum að sofna og sofa enn betur :)
Ingó á þessvegna eftir að vera í fullu starfi við að gefa drengnum að éta ! Jógúrt og brauð má til dæmis fara inná matseðilinn þannig að þetta verður voða spennandi... svo ekki sé minnst á þæginlegt því endalaus upphitun á mat og graut getur verið aaaansi þreytandi og tímafrekt. Sérstaklega þegar Hilmir tekur uppá því að dóla sér við að borða og allt orðið kalt og ógeðslegt í lokin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home