Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

22 mars 2006

Spænskumælandi ?

Við Ingó erum ekkert lítið að reyna að ráða frammúr babblinu í Hilmi þessa dagana og "hæ", "bæ", "pabbi" og "mamma" eru efst á óskalistanum og þessvegna endurtekin í gríð og erg í þeirri veiku von að Hilmi þóknist að svara með endurtekningu.
Hann speglar nú ágætlega og nær í besta falli að herma og segja "æjh" (næstum því hæ eða bæ) og "baba" (samsuða á pabba/mamma?).
Í morgun kom hinsvegar góð útskýring á því afhverju hann er ekki búin að láta útúr sér fleiri orð nú þegar. Drengurinn er spænskumælandi !! Satt og ekki logið !!
Sem mótmæli við ítrekuðum skeiðum af graut þó hann væri orðin hundleiður á því að sitja þarna og japla á gumsinu án þess að geta varið sig með skiljanlegum orðum sagði hann skýrt og greinilega; HABLA ! (þýð; TALA)
So... Hablamos espanol ?

1 Comments:

  • Já, maður heldur stundum að þau séu bara að tala eitthvað annað tungumál en maður sjálfur. Emilía er með "uppáhaldsorð" sem er "gagung" og okkur finnst það svo sniðugt að við hermum oft eftir henni og svörum henni, þannig að stelpan okkar heldur örugglega að þetta hafi einhverja merkingu... væri gaman að vita hvaða túlkun hún leggur í orðið...

    Saknaðarkveðjur,
    Íris

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home