Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 mars 2006

Hvæsandi

Hilmir er hvæsandi og hóstandi einsog stórreykingarmaður og/eða asmasjúklingur án lyfja þessa dagana. Náði sér í andstyggðarkvef sem situr svo pikkfast í öndunarfærunum. Hann hefur auðvitað ekki enn náð tökum á að ræskja sig þannig að þetta fær bara að vera þarna og bögga hann.
Sem betur fer (sjö, níu, þrettán) er hann ekki með neinn hita að ráði en hinsvegar ferlega slappur og þreytulegur.
Mest angrar þetta hann á nóttunni þegar slímið fer ranga leið og hann nær ekki að hósta neinu uppúr sér. Vaknar grátandi með andnauð og þarf á huggun að halda sem ekki felur í sér brjóst, pela eða snuddu (því það er vont að sjúga).
Merkilegt hvað maður venst því að sofa lítið á nóttunni. Allavega ekki fastasvefni því ég er á stöðugu varðbergi þarsem ég er sú eina sem get auðveldlega sinnt honum. Ingó var fyrirskipað að sofa með "stígvélið" sitt í allavega 3 vikur í viðbót. Hann er þessvegna ekkert voða fljótur yfirferðar, held meira að segja að Hilmir sé farin að þekkja pabba sinn á göngulaginu.
Í kvöld ætlum við að testa nefdropa og hækkun á rúminu hans höfuðmegin. Vona að það virki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home