Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

08 mars 2006

Getan eykst með hverjum degi

Ansi margt að fara að smella inní "fattarann" hjá Hilmi og við bíðum spennt eftir að sjá hvaða trix hann sýnir okkur fyrst og þá að yfirlögðu ráði.
Sem dæmi má nefna:
- þegar verið er að gefa honum mat þá gerir hann "mmmmm" hljóð (nammigott mmmmm) og bíður eftir að viðkomandi sem er að mata hann staðfesti með öðru "mmmm gott" hljóði. Ekki kannski fyrsta orðið en allavega fyrsta hljóðið sem er með ráðum gert.

- klappar saman höndunum ! Ekki með báðum lófunum og eflaust ekki með vilja gert en þetta er hluti af æsingnum og gleðinni. Horfir svo á mann furðu lostinn þegar mar fer að klappa með honum ;)

- fikrar og færir sig um með bleyjubossanum sitjandi á gólfinu. Spurning hvort hann vilji nokkuð skríða þegar hann er búin að fatta þetta almennilega ? Fer víst á góðum degi heilan meter eða tvo úr stað.

- þegar hann liggur á maganum ýtir hann litla bossanum sínum beint uppí loftið og reynir að koma undir sig hnjánum (til að skríða)... en fattar svo ekki næsta skref ! Ferlega fyndið að sjá hann liggja þarna og "hömpa" gólfið hamslaust. Fær svo leið á þessu öllu og nöllar þartil hann er tekin upp.

- ýta á takka. Sjálf get ég ekki staðfest þetta þarsem Ingó er búin að vera að þjálfa hann í að ýta á lyftutakkann sem verður blár á litinn við það.

- kyssa og knúsa ! Þegar hann er mikið þreyttur eða ofsa glaður og langar að knúsa mömmu sína þá vil hann helst fá að éta mann; tekur á móti andlitinu á mér með opin munninn og heldur mér heljargreipum með báðum höndum meðan hann smellir á mig ansi blautu knúskossi. Hann er hinsvegar búin að læra af reynslunni að andlitið á pabba stingur (skeggið) þannig að hann gerir þetta þá bara við hnéið á Ingó í staðinn ;)

1 Comments:

  • haha! ekkert smá stór strákur! Jóhann (Berglindar) byrjaði aldrei að skríða, hann ýtti sér bara svona áfram á bossanum og komst alveg ótrúlega hratt! (reyndar alveg ferlega fyndið þegar hann lenti á teppi.. hann fattaði það ekki alveg) svo bara stóð hann upp einn daginn og labbaði ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home