Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

02 maí 2006

Flúnkunýjar myndir og sagan af Sabai Song

Vorum svo óvenjudugleg að taka myndir í aprílmánuði að okkur fannst tilefni til að setja strax myndasyrpu á heimasíðuna okkar.
Þar má meðal annars finna mynd af Hilmi í fyrstu alvöru-veitingahús-að-kvöldi-til-ferðinni sinni (McDonalds kl. 18 á virku kvöldi telst ekki með). Frumraunin var semsagt þreytt á sunnudaginn, við Ingó pöntuðum borð í tæka tíð... allt vel skipulagt... fórum strax eftir kvöldmatinn hans og vorum mætt vígbúin og prúðbúin á Sabai Song sem er uppáhalds tælenski staðurinn okkar. Hilmi til skemmtunar og afþreyingar voru allskyns leikföng, kex, brauð, havre-fras til að tína uppí sig, japl-net með ferskju inní...
Við pöntuðum bæði drykk og mat í sömu ferðinni... engir fordrykkir eða matseðlapælingar, þjónustustúlkan mátti þarmeð skilja það að við værum ekkert að dútlast þarna... rækjusnakk kom á borðið og var étið á innan við 2 mínútum... allt gekk vel... Hilmir sjarmaði alla í sjónlínu sinni... gott gott.... tíminn leið... og leið... Hilmir fór að verða pirró og var tekin í "skoðunarferð" um veitingastaðinn... engin matur....pirran jókst...
Eftir nærri klukkutíma bið gáfumst við upp og fengum matinn með okkur í Take-Away. Hétum því að næst færum við á minni vinsælli stað eða á virku kvöldi.
Hefði gengið upp annars.
Hilmir var til fyrirmyndar fyrstu 45-50 mínúturnar :)
Þarmeð lítum við á þetta sem ansi vel heppnaða veitingahúsaheimsókn. Svona.. næstum því....

1 Comments:

  • yeay! ég er ekkert smá ánægð með þessa hrúgu af myndum! áfram svona! :) fer að styttast í að ég komi út til ykkar! :D hlakka ekkert smá til

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home