Sofandi risi


Ekki ósjaldan sem við komum að Hilmi sofandi svona í rúminu sínu. Hann sofnar nefnilega sjálfur á kvöldin og byltir sér og kemur sér vel fyrir einsog honum sjálfum finnst þægilegast... og það er svona ! Lítur helst út einsog hann sé á leiðinni að kæfa sig en sængin er ekta íslensk æðardúnssæng og þessvegna létt og góð... og hættulaus ;) Augljóslega einhver notaleg öryggistilfinning sem hann tengir því að breiða svona yfir andlitið á sér !
Til að útskýra (fyrir þá sem taka eftir því) afhverju hann er með bleyjuna útúr óhnepptum náttgallanum; hann fékk heiftarlega í magann og brann ílla á bossanum í kjölfarið. Þurftum þessvegna að vera vakandi fyrir því ef hann skyldi láta aðrar "bombur" falla meðan hann svæfi. Auðveldaði bara aðganginn fyrir okkur að hafa hann svona óhnepptan.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home