Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 nóvember 2006

Abbó labbó

Fyrir nokkrum vikum síðan fór Hilmir inní "ég -vill -bara -láta -halda -á -mér" fasa. Lýsir sér þannig að þegar hann kemur heim nægir ekki að sitja á gólfinu hjá honum og skoða hluti eða leika heldur vill maður að við (fullorðna fólkið) gerum einhvað skemmtilegt standandi (labba um íbúðina, bursta tennur, ganga frá eða elda) haldandi á honum svo hann fái fyrsta flokks útsýni yfir hvað er í gangi. Í einstaka tilfellum höfum við geta lagt hann frá okkur í stólinn sinn meðan við stússumst í eldhúsinu en þaðan hefur hann ágætis útsýni.
Á leikskólanum hafa þær haft orð á þessari hegðun því hann getur orðið hundfúll og leiður í skapinu ef hann fær ekki þessari þörf sinni fullnægt.

Held að útskýringin á þessari hegðun geti vel verið;
- hann er búin að labba sjálfur það lengi núna að það er ekki lengur spennandi, miklu betra útsýni þarna uppi og hann kemst hraðar yfir
- það eru búin að vera veikindi í gangi á leikskólanum, ekki venjulegu börnin eða venjulegu fóstrurnar.... ójafnvægi í hversdagsleikanum hans
- auk þess eru komin ný börn á deildina hans sem eru minni en hann og þurfa meiri athygli meðan þau eru að venjast leikskólaumhverfinu. Hann er semsagt ekki að fá þá athylgi sem hann er vanur að fá frá fóstrunum sínum.... pínu abbó greyið. Þá er eiginlega ekki furða á því að hann sé svona needy þegar heim er komið. Við erum þarna elsku pabbi og mútta sem höfum fullt af tíma og nákvæmlega ekkert betra að gera við fangið á okkur annað en hafa hann nálægt okkur og kanna með honum dýrðir heimilisins !
Verst að hann er blýþungur kallinn (13 kg) og við bæði mis-hraust í bakinu....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home