Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 nóvember 2006

Leikskólahrakföll

Posted by Picasa
Það liggur mikið á hjá Hilmi þessa dagana hreyfingarlega séð... hann er nánar tiltekið óður í klifri ýmiskonar, farin að læra að hlaupa í stað þess að bara ganga hratt og æfir jafnvægið helst í metershæð fyrir ofan jörðu (þegar hann er búin að klifra nógu hátt). Þessvegna hlaut að koma að því að hann fengi glóðurauga í stað venjulegra marbletta á hausinn. Og jújú, sótti hann á þriðjudaginn og þá var hann skreyttur þessu líka fína glóðurauga. Reyndar er það næstum jafn hratt að fara einsog að koma þannig að hann er allur að skána í útliti. Verður vonandi bara alveg farið áður en við förum til ljósmyndarans eftir viku (áttum að fara í dag en við fengum að endurbóka sem betur fer).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home