Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

14 nóvember 2006

Októbermyndirnar


Voooorum að bæta við októbermyndaseríunni á heimasíðuna okkar.... þar má ýmsar haustmyndir finna. Brunchhlaðborðsdeit með Helgu ömmu, pollagalla og rólómyndir... og svo furðu margar myndir af Hilmi að borða ?!. Hann er orðin svo flínkur við þetta drengurinn.

Annars er þetta nýjasta sportið (sjá mynd), opna neðri ísskápinn (sem er bara "svalur" ekki kaldur), setjast niður í rólegheitunum og skoða hvað er á boðstólum. Ekki ýkja vinsælt hjá foreldrunum. Sérstaklega ekki þegar hann tók tveggja lítra gosflösku og tókst að sprengja gat á botninn á henni svo allt frussaðist um allt. Klístur klístur allstaðar og hann bara "uh-ooooh".

Hilmir bætti við nýju orði í gær. Orðið tilheyrir uppáhalds álegginu hans; ostur. Hjá honum hljómar það einsog "Ozt". Hann sér ostaskerann og segir "ozt", mar opnar ísskápinn og þá kemur "ozt", mar fær hann til að þegja lengi lengi ef mar setur fyrir framan hann haug af rifnum "ozt". Poppkex með oztabragði gerir sama trix. Bræðir á manni hjartað og fær mann til að langa að gefa honum meiri "ozzzzt".

3 Comments:

  • veivei myndir! :D grallarinn.. hvernig í ósköpunum tókst honum eiginlega að gera gat á flöskuna? :o

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:24 e.h.  

  • Ég veit það eiginlega ekki... hlýtur að vera bara af því að hnoðast með hana, skella hingað og þannig og misbjóða almennt á hátt sem innilokuðu gosi á ekki að vera misboðið.
    Hann er líka búin að skipta um tungumál í gemsanum mínum (yfir á frönsku!). Vista "ný" númer í heimilissímanum. Týna lyklinum að sjónvarpsskápnum. Hella úr poppskál á gólfið. Henda klósettpappír og dömubindum ofan í klósettið (og reyna að sturta)..... svo fátt eitt sé nefnt.

    By Blogger Begga, at 2:59 e.h.  

  • haha! greinilega lítill vísindamaður hér á ferð! :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home