Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 nóvember 2006

Mamma mín er í kjóóól *fliissss*!

Posted by Picasa Posted by Picasa
Hilmir hafði aldrei séð mömmuna sína í kjól og varð þessvegna bæði feimin og flissandi við sjónina. Ég hafði puntað mig upp í tilefni af árlega kalkúnaþakkargjörðarhátíðarboðinu okkar og leit að lokum út einsog góð Bree-wannabe... bara aðeins less perfect ;)
Hilmir gerði allt sem hann gat til að ná mér úr þessum furðuklæðnaði og togaði í pilsið sem mest hann mátti. Á endanum sætti hann sig við að fá að komast í fangið á mér (þó ég væri ennþá í kjólnum) en lét samt ennþá einsog hann ætlaði varla að þekkja mig. Fannst þetta allt saman samt voðalega spennandi ;)

Í tannafréttum; enn eitt tannasettið á leiðinni. Í þetta skiptið eru það augntennurnar sem eru að læðast fram í efri góm með tilheyrandi næturbröllti og óþægindum.
Í talfréttum; hann er búin að fatta að orðin sem hann kann nýtast til samræða við aðra. Kemur þessvegna oft heilu hrinurnar af orðum og svo mörg "ný" orð á hverjum degi að við erum búin að missa töluna. Þetta eru þó ekki fullkláruð orð mörg hver heldur hljóðmyndanir af því sem hann heyrir okkur segja. Bollti er "boh", vatn er "vah", drekka "deh-ha", hoppa "hoha", snurra "urra"..... og svo framvegis.

2 Comments:

  • Oh, mikið söknum við þakkargjörðarboðsins í ár!! Hvenær á að flytja heim?.... jeje, hlökkum til að sjá ykkur (vonandi) næstu helgi !

    Kram,
    Íris, Óli og Emilía

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:40 e.h.  

  • Já Það er svo sannarlega mikils að sakna. Takk enn og aftur kærlega fyrir mig. Frábær kvöldstund og matur sem ég hef ekki orðaforða til þess að lýsa.. Segi bara eins og unglingarinr sem venjulega nota áhrifshjóð Mmmmmm...
    Kv.
    Bergur

    By Blogger Bergur, at 9:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home