Herinn vill Hilmi !

Ingó fannst þetta bara frekar kúl enda heráhugamaður mikill og á auðveldara en ég að sjá hversu fjarlægur raunveruleikinn er frá þeirri hryllingsmynd sem spólaðist inní hausinn á mér þegar ég tók spjaldið uppúr umslaginu.


Hilmir var hinsvegar kampakátur með keðjuna sem fylgdi með og skreyttist henni með stollti. ( Á bolnum stendur "If mummy says no ask daddy, if daddy says no ask Santa!")
Það er annars búið að vera sjúkdómsástand á heimilinu. Hilmir fékk hita og við biðum spennt eftir að sjá hlaupabólurnar birtast enda er sú vinsæla veira að grassera í leikskólanum hans þessa dagana. Engar bólur aðrar en hitabólur birtust og drengurinn fór léttilega uppí 40 stiga hita á nóttunni. Ýmis önnur einkenni fylgdu en bólurnar góðu létu enn á sér standa. Svo varð ég veik en Hilmir hresstist og er núna í dag farin í leikskólann aftur. Við bara vonum að ef hlaupabólan ætlar að koma að það verði þá vel FYRIR eða EFTIR hátíðarnar ;)

1 Comments:
jah.. varstu ekki að segja að hann væri eitthvað lélegur við að hlýða.. bara.. í herinn með hann!! :o hvað er samt málið með að vera að senda svona litlum börnum þetta? barnaher? (get them while they´re young)
By
Nafnlaus, at 12:29 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home