Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

13 desember 2006

Herinn vill Hilmi !

Kom umslag innum bréfalúguna í gær frá Skattayfirvöldum/Þjóðskrá í Svíþjóð. Umslagið var stílað á Hilmi og innihélt það sem stóð utaná umslaginu að væri "ID-bricka" eða persónuauðkennisspjald á lélegri íslensku. Minnti mig bara á að við erum búsett í landi sem er með her... og ekki langt síðan hér var herskylda líka fyrir unga karlmenn. Auðvitað er Hilmir ekki með sænskan ríkisborgararétt svo það kæmi aldrei að því að hann færi útí neitt svoleiðis (nema hann sjálfur vilji ofcourse enda getur hann sótt um sænskan ríkisb.rétt og fengið það frekar auðveldlega þarsem hann er fæddur hér og Ingó skrifaður inní landið) en mér fannst þetta frekar spúkí. Málmspjaldið á maður víst líka að bera um hálsinn ef til stríðs eða stríðsástands kæmi *hrollur*.

Ingó fannst þetta bara frekar kúl enda heráhugamaður mikill og á auðveldara en ég að sjá hversu fjarlægur raunveruleikinn er frá þeirri hryllingsmynd sem spólaðist inní hausinn á mér þegar ég tók spjaldið uppúr umslaginu.
Posted by Picasa

Hilmir var hinsvegar kampakátur með keðjuna sem fylgdi með og skreyttist henni með stollti. ( Á bolnum stendur "If mummy says no ask daddy, if daddy says no ask Santa!")

Það er annars búið að vera sjúkdómsástand á heimilinu. Hilmir fékk hita og við biðum spennt eftir að sjá hlaupabólurnar birtast enda er sú vinsæla veira að grassera í leikskólanum hans þessa dagana. Engar bólur aðrar en hitabólur birtust og drengurinn fór léttilega uppí 40 stiga hita á nóttunni. Ýmis önnur einkenni fylgdu en bólurnar góðu létu enn á sér standa. Svo varð ég veik en Hilmir hresstist og er núna í dag farin í leikskólann aftur. Við bara vonum að ef hlaupabólan ætlar að koma að það verði þá vel FYRIR eða EFTIR hátíðarnar ;) Posted by Picasa

1 Comments:

  • jah.. varstu ekki að segja að hann væri eitthvað lélegur við að hlýða.. bara.. í herinn með hann!! :o hvað er samt málið með að vera að senda svona litlum börnum þetta? barnaher? (get them while they´re young)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home