Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

04 desember 2006

Mishlýðin

Hilmir er ansi mishlýðin drengur.... við Ingó sjáum hann sjaldnast hlýða því sem við biðjum hann/segjum honum/mútum/göbbum að gera en svo eru aðrir sem fá hann til að snarhlýða bara með réttum orðum og augntilliti.
Þetta sannaðist þegar hann var í heimsókn hjá 6 barna móður hér í borg. Sú hafði aldeilis rétta authoritetið á hann og það þurfti ekkert að margsegja honum hvað mátti eða mátti ekki.
Á leikskólanum eru þær farnar að afsaka hegðun hans með orðunum; "já hann virðist ekki gera þetta/klifra svona/frekjast/fýlast jafn mikið þegar þú ert ekki hér!?".
Er ég óhæf sem móðir og á ég bara að skilja hann eftir í höndum annara sem hann svo hlýðir ?
Nei varla....
Ætli hann kunni ekki bara svona vel á okkur foreldra sína. Viti í hvaða spotta á að toga, vill ögra smá og svoleiðis.
Mótþróaárin eru eftir.
Við rifjum upp á eftir kvöldbæninni; börn mótþróa bara þeim sem þau VITA fullvíst að elski sig sama á hverju gengur.
Já hann veit sannarlega hvar hann hefur okkur kallinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home