Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

14 júní 2007

Worst and Best b-day EVER !

Hilmirsmamman orðin fullorðin... 30 ára í dag !
Myndauppfærsla með sönnun um að hrukkurnar hafi ekki komið yfir nótt kemur síðar ;)

Bara rétt að verða hádegi og nú þegar er ég búin að upplifa versta afmælisdagsmóment EVER.. og það besta svo örfáum tímum síðar.
Klukkan átta í morgun fórum við nefnilega með Hilmi í röntgen. Lungnaröntgenið var ekkert mál en svo vildu þeir fá einhverskonar sónarmyndir þar sem þeir ætluðu að skoða meltingarfærin á drengnum. Hann þurfti semsagt að liggja klemmdur niður á bekk (og haldið niðri af eitt stykki lækni og svo mér) meðan ég sprautaði einhverju ógeðisefni oní hann svo hann gæti kyngt og það kæmi fram á myndunum. Hræðilegt í stuttu máli sagt. Drengurinn öskraði úr sér lungu og líf og mig langaði sjálfri bara að skríða útí horn og gráta með honum.
Við löbbuðum bæði sveitt og skelfd útúr þessari lífsreynslu. Aldrei aftur.

Þegar ég komst svo í vinnuna fór ég að vinna í því að láta blessaðan háskólann skilja að rekstrar- og þjóðhagfræðieinkunirnar mínar úr Versló teldust sem stærðfræðitengdar greinar. Eftir nokkur símtöl fékk ég góða aðstoð frá ónefndum íslenskum stórvini og eftir það gekk allt einsog smurt. Fékk svo staðfestingu frá háskólanum stuttu síðar á því að þeir gæfu mér "undanþágu" frá kröfu um C-gráðu af stærðfræði og er ég þá komin í úrtökuhóp fyrir draumanámið. Fæ að vita svo meira í júlí eða ágúst. Jibbbíkóla ! :)

Ætli dagurinn eigi ekki bara eftir að vera í uppsveiflu eftir öll þessi ævintýr ?!

2 Comments:

  • TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!! vona að hann verði betri úr þessu ;) fékkstu ekki söng og morgunmat að hætti þverásbúa? :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:07 e.h.  

  • Ingó hefur ekki "búið" í Þverásnum nógu lengi til að aðlaga sér þessari dansættaðri morgunhefð okkar Þverásbúa.
    Svo nei, havrefras með mjólk var það heillin og engin söngur.
    En hann kom færandi hendi með köku með morgunkaffi í vinnuna til mín ;)

    By Blogger Begga, at 12:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home