Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 maí 2007

Dolly sagði frá...

Í fyrradag var mér boðið að koma í leikskólann til Hilmirs og setjast niður með Dolly (fóstrunni sem er með ábyrgð á honum þar) til að ræða Hilmi og hans þroska. Kallast utvecklingssamtal. Voða gaman.
Sat þarna með henni í hálftíma og heyrði hana lista upp margt sem við þegar vissum ;
að hann vill gjarnan horfa í augu á fólki, að hann geti verið agalega sjarmerandi, að hann sé ákveðin og orkumikill, að hann þurfi mikið á því að halda að fá ný verkefni, nýjar aðstæður og komast út daglega. Að honum finnist gaman að leika við eldri börnin og prófa dótið þeirra. Að hann bæði borði vel og sofi vel og að hann láti vita þegar þurfi að skipta um bleyju á honum. Hann þroskast eðlilega í tali og öllum hreyfingum en þó séu grófhreyfingarnar einsog að hlaupa, hoppa, valhoppa, klifra os.frv. sterkari hjá honum en fínhreyfingarnar.
Það sem hún sagði mér og ég vissi ekki var t.d.;
Að hann ráði ótrúlega vel við að leika við dót sem er ætlað eldri börnum (einsog t.d. hlaupahjólsdæmið). Nær víst núna að halda balans á því og hún ráðlagði okkur eindregið að kaupa svona alvöru míní hlaupahjól handa honum.
Að hann sé orðin þolinmóðari að bíða ef hann er beðin um það. Að hann skilji betur hvað það er að vera hluti af hóp. Ef allir eiga að sitja/bíða/borða þá þýðir það að hann geti ekki hlaupið útí buskann einn ;)

Og eflaust margt fleira sem ég man ekki eftir akkúrat núna. Það var allavega gaman að heyra hana lýsa honum enda þekkir hún hann eiginlega alveg inn og út eftir þessa 10 mánuði á leikskólanum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home