Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

13 júní 2007

ZZzzzzzz.....

Þvílík undur og stórmerki á heimili okkar. Á nóttunni... sofa ALLIR fastasvefni til allavega 7 um morgunin. Ekki eitt einasta *hóst* sem kemur frá Hilmi og við foreldrarnir þessvegna alveg einstaklega úthvíld þessa dagana.... og Hilmir sjálfur að sjálfsögðu líka ;)

Ástæðan fyrir þessu er að við fengum loksins að hitta alvöru barnalækni hérna í Svíþjóð sem tók sér tíma til að skoða, greina og gera plan fyrir Hilmi. Nú skyldi hann fara á tvenns konar astmapúst til að losna við slímið í öndunarfærunum (sem koma til vegna bakflæðisins), hann skyldi fara í röntgen til að skoða enn betur lungun, vélinda o.fl., við skyldum halda áfram að gefa honum Gaviscon (bakflæðismixtúra) fyrir nóttina og sem neyðarúrræði skyldum við prófa mjólkurlaust mataræði í mánuð til að gá hvort það hafi áhrif á bakflæðið. Til þess hefur ekki komið ennþá og við vonumst til að pústin geri sitt svo ekki verði þörf á enn frekari aðgerðum.


Til að koma oní hann astmalyfjunum þurfum við að nota svona stálrör (sjá mynd) sem er pústað inní og hann andar svo með grímunni að sér. Fyrstu skiptin voru þvílíka baráttan því greyið harðneitaði að anda að sér með þessa grímu á sér og fékk barasta köfnunartilfinningu með tilheyrandi öskrum og gráti. En hann er svo duglegur drengurinn að núna er hann að læra á þetta allt saman og andar að sér þessi fimm andartök sem þarf til að allt lyfið komist ofan í lungu. Smá mótmæli en fær svo mikið hrós fyrir að það verður þess virði.

1 Comments:

  • HAH! púst! ég sagði það allan tímann!! miklu flottara hér.. þá er þetta ekki svona sceary.. kúturinn er bara svona plast og gegnsær

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home