
Kætin og einlæga gleðin leyndi sér ekki hjá Hilmi þegar honum var fært dýrindis sparkhjól (af minnstu gerð, ætlað 2-4 ára). Nú hefur semsagt heimasmíðaða sparkhjólinu verið lagt til hliðar og drengurinn sér ekki sólina fyrir tryllitækinu. Það er að sjálfsögðu farið út í bakgarð að leika á því, ferðast stuttar vegalengdir eins og t.d. út í búð, ásamt því að ferðast fram og tilbaka um íbúðina á því.
Orð vikunnar (nýtt uppátæki hjá mér sem ég ætla að reyna að viðhalda); hjóla, färdig, framm, bíða/vänta, stanna.
1 Comments:
Hæ hæ
Kveðja frá okkur í Álfheimunum, það er orðið langt síðan við heyrðumst og við verðum nú að bæta úr því um helgina. Settum 2 myndir inn á blogsíðuna okkar svo þið munið hvernig við lítum út :-)
Litli karlinn er nú orðinn stór aldeilis og farinn að hlaupahjóla.
Kveðja
Óli og co.
By
Iris og Oli, at 11:46 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home