Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

31 maí 2007

Gefðu mér verkefni !!!

Hilmi finnst gaman að hjálpa til. Meira gaman heldur en að leika sér.
Fyrsta verkefnið á morgnana í leikskólanum hjá honum og Dolly er að gera klárt fyrir hvíldarstundina þann dag. Þá draga þau fram dýnur og ábreiður, setja kodda á hverja dýnu og ná í snuddurnar frammí skápa hja börnunum. Þetta er svona þeirra prívat ritjúal. Dolly hafði sagt mér frá þessu en ég hafði lúmskt gaman af því að sjá þetta með eigin augum í morgun.
Um leið og hann sá hana frammi í fatahengi hljóp hann að skápunum og fór að tína fram duddur til að rétta henni. Að því loknu hljóp hann að hvíldarherberginu og beið spenntur eftir henni. Tók varla eftir því þegar ég fór... hann var svo upptekin við þetta.
Duglegi strákurinn minn ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home