Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

20 maí 2007

Hjólaferðir á sunnudögum

Í tilefni dagsins var mér boðið í hjólaferð með strákunum mínum tveim útá Djurgården. Þar þótti við hæfi að stoppa við í Rosendals trädgårdscafé og setist á bekk í trjágarðinum þar og gúffa í sig lífrænum gulrótarkökum og súpa kaffi/vatn.
Hilmi þykir fátt skemmtilegra en að fá að ráfa um frjáls sem fuglinn á svona stað. Stór tún, stígar, runnar og tré, endur og gæsir til að elta... svo ekki sé talað um hjólaferðina sjálfa en hann er orðin nokkuð duglegur að sitja aftaná hjá pabba sínum og njóta útsýnisins.
Myndin er sönnunargagn fyrir því að Hilmir er loksins orðin ekta "mjaðmabarn" sem festir sig á mann með höndum og fótum þegar hann er tekin upp. Frekar þæginlegt.
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home