Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

12 maí 2008

Sirkuslíf

Posted by Picasa
Það var frumferð tveggja drengja og feðra þeirra í sirkús í gær. Ég er náttlega alvön sirkúsmanneskja en lét það sko ekki aftra mér frá því að fara með... alltaf jafn ævintýralega gaman.
Strákarnir (litlu) sátu spenntir mestanpart sýningarinnar, úðuðu í sig poppi og hrifust af loftfimleikum, úlfaldashowi og kisuáhættuatriðum.

Allt mjög spennandi.

Hinsvegar.... ef Hilmir er í dag spurður "hvað sástu svo í sirkúsinum?" rifjar hann fyrst af öllu upp þegar við vorum á leiðinni heim ÚR cirkusnum og búið var að hleypa fílunum út á grasblettinn fyrir utan. Þarna gengu þeir um einsog þeir ættu heima þarna á sænsku túninu, án girðingar og alles. Og svo... jújú.. þetta er nú það sem dregur hvað mesta athygli þegar maður er að verða 3gja ára.. "Fílinn BAJSAÐI!" (skeit)

Einstaklega glöggir lesendur gætu hafa tekið eftir skóbúnaðinum sem Hilmir skrýðist hér á efstu myndinni. Þetta eru nýju sandalarnir hans. Og já þeir eru bleikir. Það voru bara til tveir litir, bleikt og hermannagrænt. Hann fór næstum að gráta þegar hann fékk þá grænu á lappirnar og reif þá af sér á undraverðum hraða. En einsog allir vita þá geta alvöru karlmenn bæði grátið og klæðst bleiku. Líka á fótunum !



Posted by Picasa




Posted by Picasa

2 Comments:

  • Hæ! Ég var að lesa það nýjasta á þessari síðu og hló hló af og ekki minna af þessum skemmtilega frásagnastíl þínum sem að ég vildi óska þess að ég ætti smá til í mínum fórum. Hann er ekkert smá sætur hann Hilmir þó sérstaklega í bleiku skónum sínum...Hilmir,it takes a real man to where pink! Annars er allt gott af mér að frétta,nýbúið að ferma litla barnið mitt!! Nú finnst mér ég sko vera orðin gömul. Við Arnar erum á leið til California þann 7.júní að heimsækja pabba með smá stoppi í Pensilvaníu áður....Mæja systir er flutt þangað!! Já mín kæra kíktu á þessa síðu hjá mér,er eitthvað að reyna að blogga eða myndablogga. Kveðja Taby

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:36 e.h.  

  • Æðislegir skór ! í stíl við silfurskóna - krúttisnúður ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home