Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

13 maí 2008

"má Hilmir komið út að leika?"

*dingdong* sagði dyrabjallan.
Á ganginum stóðu Níls litli (sem er á sömu leikskóladeild og Hilmir) og föðurbróðir hans sem býr á neðri hæðinni í blokkinni okkar.
Föðurbróðirinn túlkaði fyrir Níls (sem, líkt og Hilmir, er enn í dálitlum erfiðleikum með að koma löngum setningum útúr sér); "við erum niðri í bakgarði... má Hilmir koma út að leika?"

Þetta var dálítið stór stund.
Mér finnst litli strákurinn vera næstum orðin fullburða krakki þegar vinir hans eru farnir að spyrja eftir honum út að leika ;)

1 Comments:

  • vá! ekkert smá fullorðins! :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home