Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 maí 2008

Stórubarnadeild

Ekki oft sem að Hilmir bókstaflega hleypur inná leikskólann sinn á morgnana og lítur varla um öxl þegar ég kveð.
Hann fékk nefnilega að vita það í morgun að hann ætti að fá að fara í smá heimsókn yfir á eldribarnadeildina á leikskólanum. Sú deild heitir "Tallen" og þar eru börn frá 3-5 ára. Mjög spennandi allt þar enda eru leikföngin ætluð eldri börnum og í miklu meira úrvali en á hans litlubarnadeild.
Heimsóknirnar á Tallen eru í þeim tilgangi að venja börnin við þeim breytingum sem verða í ágúst en þá á Hilmir ásamt fleirum jafnöldrum af "Kotten" að skipta um deild.
Ég er nokkuð viss um að það eigi eftir að vera glaður strákur sem byrjar á Tallen í sumarlokin. Allar svona breytingar eru til hins góða ! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home