Við Stokkhólmsíslendingarnir héldum uppá þjóhátíðardaginn síðasta sunnudag (15. júní). Pikknikk á köflóttum teppum, blöðrur og fánar í fánalitunum.... og fána andlitsmálning á litlu andlitin. Svo var náttlega sungið og farið í leiki. Hilmir naut þess í botn að fá að hlaupa um einsog kiðlingur með öllum hinum krökkunum. Vorum líka í stóóórum garði sem hreinlega bauð uppá að fá að hlaupa lengri vegalengdir án þess að hverfa úr augsýn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home