Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

13 júní 2008

Útsjónarsemi


Útsjónarsemi okkar foreldranna á sér engin mörk. Nú þegar maður er fullútskrifaður í bleyjuskólanum (geta skipt um kúkableyju á flugvélaklósetti, vera alltaf með aukableyju í veskinu, bílnum og jakkanum) er klósettskólinn tekin við. Nú þarf maður að vera með á hreinu hvar nálægasta kló er og geta bjargað sér í hvaða bleyjulausa pikklesi sem er.
Eins og í gær.
Þá vorum við í stórri íþróttavörubúð í risa verslunarmiðstöð. Hilmir þurfti augljóslega að pissa en þverneitaði að fara á klósettið. Það stóð ekki til boða að halda á honum æpandi alla leiðina á klósettið því það er í 5 mín göngufjarlægð og kostar svo í þokkabót fimmkall.
Sem betur fer vorum við nýkomin af McDonalds og með mjólkurfernuna sem Hilmir fékk með matnum sínum í veskinu mínu.
Drengnum var þessvegna kippt inn í næsta mátunarklefa og boðið að létta á sér oní mjólkina.
Sagt og gjört.
Vandamálið leyst.
Nú er bara að passa uppá að maður sé með svona ferðakopp þegar við förum í búðarleiðangra :)

2 Comments:

  • Þetta með ferðakoppinn ykkar er náttúrlega frábær lausn á meðan á þessu millibilsástandi stendur. Verandi með stelpu gat ég ekki notað mér svona græju.

    Hins vegar var Áslaug alltaf með bleiu þegar við fórum eitthvað á þessu tímabili en aldrei kom neitt í hana. Þetta var meira svona öryggisnet.

    By Blogger Unknown, at 4:37 e.h.  

  • Mamman stendur sig bara eins og útsjónarsöm margrabarnamamma.
    Ammaþv

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home