Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

06 maí 2008

Vor = Eyrnabólga

Sá tími árs komin sem við fjölskyldan köllum "eyrnabólguárstíminn". Ábyggilega ekki margir sem gera það á vorin og sumrin !
Hilmir var búin að vera að toga í vinstra eyrað í nokkra daga. Í gærkvöldi fór hann svo að kvarta "ont í eyranu" og var dáldið mikið leiður. Sofnaði þó en vaknaði stuttu seinna alveg óhuggandi. Eftir hálftíma grátur og gnístan tanna datt mér loksins í hug að spyrja hann bara hreinlega að því hvað væri að. "Oooooont í eyyyyyrraaa!!!" varð svarið. (Stjúpid me að hafa ekki spurt fyrr?!)
Alvedon lagaði guttann sem sofnaði aftur og svaf vært.
Hann kvartaði svo ekkert í morgun þannig að við létum hann á leikskólann enda fær hann aldrei hita þó hann sé með eyrnabólgu.
Heimsókn til heimilislæknisins staðfesti gruninn og hann skrifaði uppá pencilín.
EN !
Í þetta skiptið ætlum við að láta á reyna að leyfa honum að hrista þetta af sér sjálfur. Það á víst að vera hægt í vissum (og flestum) tilfellum og svo framarlega sem það er hægt að slá á sársaukann með Alvedon á nóttunni, hann fær ekki hita eða fer að leka vökvi úr eyrunum þarf í raun ekki að meðhöndla með pencilíni.
Sjáum til hvað gerist ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home