Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

17 ágúst 2008

Stórafmælisdagur nr. 3

Það voru svo sannarlega veisluhöld hér hjá okkur í dag þegar Hilmir hélt uppá þriggja ára afmælið sitt með pomp og prakt. Bestu vinunum úr leikskólanum var boðið (ásamt foreldrum) svo það voru svíar í meirihluta, aldrei þessu vant.
Þema veislunnar var "bleikt og bílar", algjörlega í anda drengsins okkar sem var hæstánægður með þetta allt saman ;)
Við fengum að kynna séríslenska kaffiboðsrétti fyrir svíunum; kleinur og heita brauðrétti. Og svo tók ég mig til og bakaði eitt stykki princesstårta algjörlega frá grunni. Ekki létt verk en lukkaðist stórvel og fékk fullt hús stiga hjá innfæddum en kökuverk þetta er eitt af því sem telst algjörlega sérsænskt.

Svo verða míníhátíðarhöld hjá okkur á miðvikudaginn þegar hann verður formlega orðin TRIGGJA !!
Posted by Picasa

1 Comments:

  • En hvað Hilmir er orðinn stór strákur! Og það sem þessar kökur eru fínar hjá húsmóðurinni.

    Kram frá okkur öllum
    Stella og co

    By Blogger Unknown, at 11:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home