Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 febrúar 2009

Fet-tisdagen

Svíar eiga líka bolludag. Hjá þeim kallast hann fet-tisdagen (feiti þriðjudagurinn) og tíðkast þá að éta svokallaðar semlur. Semlurnar eru gígantískt stórar gerdeigsbollur fylltar með marsípankremi og rjóma.
Hilmir fékk að sjálfsögðu sína eigin bollu eftir kvöldmatinn. Kljáðist við hana á siðmenntaðan hátt (hníf og gafall) þartil hann gafst upp og gúffaðist bara á henni einsog frummaður. 3 bitum seinna var hann búin og leyfði pabba sínum að miskuna sér yfir afganginum ;)
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home