Skautað í gegnum lífið
Loksins loksins létum við verða af því að drífa okkur á skauta í Kungsträdgården. Hilmir heillaðist af íþróttinni gegnum listdansskautakeppnir í sjónvarpinu og ég var lengi búin að lofa honum að fá að prófa. Það er líka þaulreynd sænsk aðferð við að kenna börnum ýmsar vetraríþróttir... að já.... bara skella þeim á það fljótlega eftir að þau eru farin að borða fasta fæðu og ganga á afturlimunum. Bara nógu assgoti snemma.
Ég var búin að sjá það fyrir mér að barnaskautar væru með tveim járnum undir hvorum fæti en neinei... þetta eru bara svona míni skautar !
En þetta gekk alveg glimrandi vel. Í lok dags var Ingó búin að detta oftar á rassinn en Hilmir.
Það tók Hilmi cirka hálftíma að ná jafnvæginu á skautunum og í lok þessarar frumraunar sinnar farin að geta rennt sér við hliðina á mér. Reyndar hélt hann alltaf í hendina á mér en samt fannst okkur þetta alveg ótrúlega vel af sér vikið.
Alveg upprennandi hokkístjarna ;) Eða fyrsta karlkyns framlag Íslands í listdansskautum *heheh*
1 Comments:
Spennó!!! Ég var að kaupa notaða skauta f. Skarpó í Kid2kid, ætli við prófum þá ekki um helgina :-) !
By
Halldóra, at 9:40 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home