Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

05 febrúar 2009

Nepótismi

Það er favorísering í gangi hjá Hilmi þessa dagana. Þó bara þegar við á og getur svissað fram og tilbaka eftir hentisemi.
Okkur grunar (og vonum) að þetta sé hluti af þroskaferlinu margumrædda og reynum þess vegna að taka þetta svona passlega mikið nærri okkur. Enda getur þetta verið dáldið skondið stundum, sérstaklega ef ákveðnir svipir fylgja með. Setningar einsog "ég elska ekki þig mamma... ég elska bara pabba!" ... og öfugt... er skýrt merki um að maður hafi móðgað hann allsvakalega og að hann sé ósáttur við stöðu mála.
Auðvitað er svo allt liðið hjá innan 2gja mínútna og ástin sem aldrei hvarf komin aftur ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home