
Talandi um að svefninn beri mann ofurliði ! Var dáldið of kósí í vagninum á leiðinni heim úr leikskólanum í dag... kalt úti og hann í hlýjum galla... og svo snjórinn á göngustígnum sem gerði það að verkum að hann hossaðist dáldið létt. Þegar ég loksins tók eftir því að hann væri búin að þegja í all langan tíma var það næstum of seint til að vekja hann. Augun bara rúlluðu aftur í haus og hann varð þvoglumæltur. Náðum þó hálf vakandi heim en þessi heila mínúta sem fór í að opna hurðina og taka af mér útifötin náði hann fastasvefni. Svo föstum að það breytti engu þó ég lyfti honum uppúr vagninum og legði hann flatan á gólfið.
Zzzzzzz .....
5 mín seinna er hann sprottin á fætur og farin að borða ost úr skál við hliðina á mér ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home