Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 janúar 2009

Allsber

Hilmir er með vírusinn mollusker og búin að vera með það í rúmt ár núna. Þær eru ósköp fáar bólurnar hans og bara á mallanum... sem betur fer því miðað við leikskólavininn sem hann smitaðist af gæti það verið miklu miklu verra. Oftast kvartar hann ekkert yfir þeim en í gærkvöldi þegar hann var í háttatímabaðinu sínu kom setningin sem ég var alveg heillengi að fatta; "mamma mér er íllt í allsberinu mínu".
Náttlega alveg rökrétt orðanotkun hjá honum ;)

Við kipptum þessu í lag með því að bera smá krem á bóluna þegar búið var að þurrka og tannbursta drenginn...

Læknirinn sem við heimsóttum í síðustu viku sagði annars að þessar bólur gætu horfið líkt og hendi væri veifað. Hún vissi um eitt dæmi þar sem búið var að bóka aðgerð með svæfingu til að taka bólur af smituðum dreng (í gamla daga voru bólurnar teknar af þær urðu ofurmargar) og á sjálfan aðgerðardaginn höfðu þær allar horfið yfir nóttina, bókstaflega !

3 Comments:

  • "Frauðvörtur" heitir þetta á íslenskunni....svona fyrir þá sem "heima" sitja. Takk annars f góðan mat og sjáumst á laugardaginn!
    kv I

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:39 e.h.  

  • Namm ! Glæsileg þýðing.. skal gá hvort að Hilmir sætti sig við þetta heiti á allsberin sín ;)

    By Blogger Begga, at 9:06 e.h.  

  • Ji, hef aldrei heyrt um þetta...!

    By Blogger Halldóra, at 9:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home