Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

22 febrúar 2009

Loksins alvöru sleðafæri


Þó það sé búið að vera snjór af og til þennan veturinn hefur það því miður ekki verið nægilega mikið af honum til að það væri hægt að eiga sleðadag öll saman í hverfisbrekkunni. Hverfisbrekkan er annars engin smásmíði. Hólar og hæðir af mörgum gerðum sem fullnægja algjörlega þörfum lítils snáða á glænýjum stýrissleða. .... við gamla liðið fengum náttlega að spreyta okkur líka við mikla gleði Hilmirs ;)
Dagurinn var svo kórónaður með íslenskri pönnsuveislu. Við erum í pönnsutrúboði meðal sænsku foreldranna í hverfinu okkar nefnilega. Þeir eru óvanir sætum pönnukökum sem búið er að bera rabbabarasultu (ekta úr Hagkaupi) á og fylla (að innan!) með rjóma.
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home