Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 mars 2009

Dudduleysi - dagur 1



Þar kom að því ! Enn eitt stóra skrefið tekið og það að frumkvæði Hilmis. Dudduleysi með meiru.
Við erum búin að vera að ýja að þessu síðan í desember með að gefa jólasveininum duddurnar (svo hann geti gefið litlu börnunum sem eiga engar duddur) og að hann fái þá að launum frá sveinka einhverja gjöf. En aldrei var Hilmirinn almennilega tilbúin til að stíga skrefið. Fyrr en í gær þegar hann sá alveg einstaklega girnilega Wall-E geimstöð útí búð.
Ég ætlaði eiginlega varla að trúa því að það væri komið að þessu og beið alltaf eftir að hann myndi hætta við og biðja um duddurnar sínar. En neinei.. þær voru tíndar saman í poka, bréf skrifað til sveinka og sett í pokann. Farið í bað, náttföt, lesið og að sofa. Aldrei beðið um duddurnar. Hann reyndar átti voða bágt með að sofna sjálfur og þurfti smá strokur og staðfestingar á tilverunni frá mömmunni. Greyið lá þarna og vissi varla hvað hann átti að gera við hendurnar á sér (sem vanalega hafa verið tryggilega fullar af duddum), klappaði sér um munninn og sofnaði svo að lokum.
Í nótt vaknaði hann tvisvar og átti pínu bágt með sig en bað samt aldrei um elsku duddurnar.
Og svo árla morguns klukkan sex vorum við vakin af ofuránægðum og duddulausum Hilmi sem stóð sigri hrósandi með risapakkann sinn frá jólasveininum :)

Ótrúlegt hvað er hægt að gera þegar viljinn er fyrir hendi.

1 Comments:

  • Til hamingju með þetta, stórt skref fyrir litla manneskju :-) Við settum inn eina stutta færslu í tilefni 1. árs afmælis Önnu Soffíu og svo eru komnar inn myndir af húsinu á Fésbók.

    By Blogger Iris og Oli, at 11:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home