Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

10 mars 2009

Týndur ?

Það hlaut að koma að því að ég lenti í þessu klassíska "búin að týna barninu mínu í stórmarkaði"- mómentinu. Og eflaust hef ég litið út einsog geðveik manneskja sem hleyp framhjá ostaborðinu þrisvar á innan við 6 mínútum kallandi á Hilminn.

Forsagan er sú að við Hilmir förum saman að versla bara tvö á laugardögum. Hann tekur hlutverk sitt mjög alvarlega, fær að standa í innkaupakerrunni, raða oní pokana og svo banana að launum úr grænmetisdeildinni. Aldrei verið neitt stærra vandamál. En svo uppá síðkastið hefur hann viljað fá að skoða dótadeildina sem er næst síðasta deildin áður en komið er að kassanum. Þá hef ég oft stússast einhvað þarna í kring og haft hann í sjón- eða heyrnarfjarlægð.
Síðasta laugardag vill hann skoða og ég segi við hann að ég ætli í þarnæsta gang að sækja gos. Tók skýrt fram að hann mætti bara vera í dótadeildinni og ég kæmi strax aftur.
Þegar ég kom tilbaka örfáum mínútum seinna án þess að hafa heyrt hann kalla á mig (hefði heyrt það hátt og skýrt) var drengurinn horfinn. Bara einsog hendi væri veifað !
Hlaupa hlaupa, kalla kalla, hlaupa yfir sama staðinn aftur og aftur. Hugleiddi hvort ég ætti að láta kalla hann upp í hátalarakerfinu. Hugleiddi hvort honum hefði hreinlega verið rænt (mjöööög ólíklegt og þekkist varla hér í Svíþjóð). Hljóp að klósettunum. Hljóp að gá hvort hann hefði farið í grænmetisdeildina að ná ser í nýjan banana. Panikk-tilfinningin óx í maganum á mér....

Og þá sá ég hann koma á móti mér skælbrosandi. Ó hvað ég var fegin að hafa fundið hann aftur. En að "finna" hann gerir ráð fyrir að hann hafi verið týndur. Hann var nefnilega alls ekkert týndur !
"Mamma ! Ég fann TANNKREM!"
Tvær tannkremstúpur sem hann var búin að troða í vasann á flíspeysunni sinni og renna upp.
Ekki nema furða að hann hafi verið týndur í svona langan tíma....

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home