Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

04 mars 2009

Fer að líða að páskum

Bara örfáar vikur í næstu íslandsferð. "Mycket efterlängtat" einsog svíarnir orða það.

Hilmi hlakkar allra mest til að fara í flugvélina og heldur því fast fram að hún sé af millistærð (einhvað minna ógnvekjandi en risastór þota). Svo hlakkar honum líka til að fara í leikhús, afin og amman ætla nefnilega að bjóða honum á Kardimommubæinn. Undirbúningurinn er þegar hafin en hér er lesin fyrir hann einn kafli á kvöldi úr Kardimommubæjarbókinni sem afinn sendi honum í sérstakri sendingu frá Íslandi.

Á dagskránni er líka ferming stóru systurinnar og þar fær hún elskan í fyrsta skiptið að hafa öll systkini sín hjá sér... í einu ! Svona er nútímakjarnafjölskyldan víst orðin ;) Við eigum von á yndislegri stund öll stórfjölskyldan hennar samankomin. Svo fermist hún líka í Dómkirkjunni en þar var hún líka skírð 1995, við Ingó giftum okkur þar 2004 og líka ég skírð 1977 og foreldrar mínir gift á sama degi. Góðar stundir í áranna rás !

Að sjálfsögðu eigum við eftir að hafa nóg að gera við að banka uppá hjá fólki og heimsækja. Grunar að Hilmir eigi eftir að hafa mest gaman af því að heimsækja langafa og langömmu í Haðalandinu því þar er heilt dótaherbergi með álíka miklu magni af dóti einsog á litlum leikskóla. Langafi og langamma hafa nefnilega alið upp 5 drengi og 11 barnabörn sem öll hafa fengið að njóta góðs af gossinu í herberginu.

Af Hilmi er annars gott að frétta. Hann er ljúfur sem lamb og hraustur sem Herkúles. Börn og fullorðnir veikjast í kringum hann (á leikskólanum) en ekkert virðist það snerta hann *7, 9, 13*.
Hann skrifaði nafnið sitt sjálfur í fyrsta skiptið um daginn (með smá sýnikennslu á stöfunum). Var nefnilega að senda kort til afa síns með teiknaða mynd af afanum framaná og kvittaði svo fyrir sig í lokin ;) Ekki lélegt afrek þar á bæ þegar maður er bara þriggja og hálfs !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home