Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 mars 2009

Á leiðinni !

Þá erum við á leiðinni. Sitjum hérna heima og látum okkur leiðast, klukkutími í leigubílinn sem ferjar okkur og allan farangurinn okkar útá völl. Ingó yfirgaf okkur eldsnemma í morgun til að fara í maraþonpróftöku. Hann ákvað að nota tækifærið og taka sænska högskoleprovet sem er boðið uppá tvisvar á ári. Samræmt landspróf sem getur auðveldað manni að komast í rétt háskólanám.
Ég tók þetta próf vorið 2007 og fékk ágætis einkun.. nú er að sjá hvort big brained Ingó slái mér ekki við ;)

Hilmir vaknaði annars klukkan korter yfir fimm í morgun (NÓTT!) og óskaði eftir að fá nefsprey. Það varð ekki aftur snúið eftir það og drattast var á lappir. Vona þá bara að hann sjái sér fært að sofna aðeins í flugvélinni á eftir.

Við heyrumst og sjáumst vonandi á næstu tveim vikum kæru lesendur !! Ætla að næla mér í íslenskt símanúmer við lendingu og verð í sambandi :)

1 Comments:

  • OMG.... að vakna svona snemma - úff. Og týpískt Begga að sitja og bora í nefið síðasta klukkutímann fyrir brottför til Íslands - svo afslappað er það EKKI heima hjá mér.. meira svona panikartað-leftover-smáatriða-panikpökkun í gangi.....

    Þannig lagað :-).

    By Blogger Halldóra, at 10:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home