Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

19 mars 2009

Síðustu metrarnir !

Nú á vorið að fara að koma til Stokkhólms. Það er allavega formlega komið til Uppsala svo ekki er það nú langt undan (til að það teljist vera "vor" á hitamælirinn að sýna plúsgráður samfellt nokkra daga í röð). Það er allavega á mörkunum að útifötin hans Hilmirs haldi sér þessa dagana... bestu kuldahanskarnir eru farnir að vera blautir að innan, húfan er farin að lykta einsog fótur... og þar af leiðandi hausinn á honum líka, og svo eru fóstrurnar farnar að klæða hann í pollabuxur utanyfir kuldagalann því sjálfur gallinn er grunsamlega nálægt því að hætta að vera vatnsheldur.

*dæs*

Mikið rosalega hlakka ég til að það verði flíspeysuveður !!

Annars kvartar Hilmir ekkert yfir þessu. Undanfarna daga þegar ég hef sótt hann hefur hann verið DRULLUskítugur eftir að hafa baðað sig í leirdrullupollum sem eru víðast hvar um útileikvöllinn núna þegar frostið í jörðinni er farið og snjóskaflarnir orðnir að litlum tjörnum. Í barnsaugum er þetta hið mesta ævintýraefni (leirinn þ.e.a.s) sem má gera drullukökur úr og láta bíla fara í torfæruakstur í. Svo hefur "grísaleikurinn" líka orðið vinsæll hjá krökkunum. Þið getið rétt svo gískað ykkur til um útá hvað hann gengur ;)

1 Comments:

  • Við bíðum spennt eftir að hitta ykkur, það er orðið allt of langt síðan. Sjáumst í næstu viku
    Lofnargengið

    By Blogger Iris og Oli, at 10:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home