Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 apríl 2009

Komin heim að heiman

Já þessar tvær vikur á Íslandi voru skotfljótar að líða. Hápunktarnir voru að sjálfsögðu fermingin hennar Elísu, fyrsta leikhúsferðin hans Hilmis með afa sínum og ömmu (Kardimommubærinn) og svo fyrsta súkkulaðipáskaeggið hans.
Það er nú alveg saga að segja frá því. Vona að ég geti sett inn myndir frá þeim viðburði fljótlega og ítarlegri lýsingu ...

Hilmir eyddi stórum hluta gærdagsins í að endurkynnast öllu dótinu sínu. Okkur foreldrunum til mikillrar ánægju enda eru langar leikþagnir sjaldséður gestur á heimilinu. Í dag fór hann svo aftur á leikskólann sinn, fékk faðmlög frá fóstrunum og gleðihróp frá krökkunum. Frétti svo að hann hefði leikið sama leik og heima hjá sér daginn áður: langar leikþagnir og augljóslega voðalega ánægður með að vera komin aftur í eðlilegt umhverfi sitt.

En ekki er nú laust við að hann sakni Íslandsins góða og alls þess sem þar var að finna. Hann spyr t.d. reglulega ennþá hvar afi og amma og Katrín móðursystur séu. Held að í hans draumaheimi þá hefðu þau bara fylgt með heim til Svíþjóðar. Get svosem alveg tekið undir þá dagdrauma ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home