Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 apríl 2010

6 kíló á níundu viku

Í dag var Valtýr tekin í smá tékk hjá lækninum í ungabarnaeftirlitinu eins og vera ber þegar börn eru að sigla í 9 vikna aldurinn. Engar athugasemdir voru gerðar annað en að þarna væri á ferð hraustur og fínn strákur með góða sprænukunnáttu (alveg einsog síðast þegar hann var settur á "mælibekkinn" þá bleytti hann bæði það, borðið og gólfið... tja.. næstum því vegginn hinummegin) !

Formlegu tölurnar uppá þyngd, lengd og höfuðummál voru skrifaðar í gulu bókina hans sem ég tók svo heim og gerði samanburð við gulu bókina hans Hilmis. Og enn fæ ég á tillfinninguna að við höfum barasta ýtt á copy-paste við framleiðsluna á Valtý; munaði innan við 100 grömmum á þyngdinni, nákvæmlega jafn langir og nákvæmlega sama höfuðummál ;)

En já, 6 kíló og 10 grömm er kappinn orðin.
Eftir mánuð verður svo 3gja mánaða skoðun með sprautu í bæði lærin *ái!*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home