Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

21 apríl 2010

Gullkorn frá Hilmi

Hilmir er að rembast við að fullorðnast þessa dagana. Hálf gelgjulegt eiginlega og ekki laust við að við bæði flissum að honum og móðgumst á víxl.
Hann og bestasti vinur hans G leika mikið saman bæði á leikskólanum og svo um helgar þegar þeir vilja banka uppá hjá hvor öðrum í tíma og ótíma, borða kvöldmat saman og helst gista hjá hvor öðrum.
Hilmir hefur sjálfur tilkynnt okkur að hann elski G. Ekki elski einsog "ástfangin" og vilji giftast honum ! Neeei nei. Hann bara "elskar kroppinn á honum" (tvívíddin að virka þarna)

Svo þegar við Ingó förum á betri stað í lífinu (jájá... deyjum). Þá ætlar Hilmir að flytja heim til G og búa þar. Ég spurði hvað yrði þá um litla bróður og hann leysti það með því að fullvissa mig um að hann og G myndu sjá um Valtý. Ekkert mál ! ;)

Þess ber að nefna að ég er Begga. Kölluð Begga af eldri syni mínum. Því ég heiti Begga. Þetta með að vera mamma hans er bara aukaatriði þegar mar er fullorðin bráðum-að-verða-fimm-ára ;)

1 Comments:

  • bwahaha! ekkert smá fullorðinn! gott líka að vera með lífið svona planað ;) - Sara

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home