Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

20 júní 2005

17. júní

Átti alveg æðislegan sumar-og-sól dag á þjóðhátíðardaginn. Fór fyrst í hádegismóttöku í sendiherrabústaðnum og hjólaði svo beint heim að undirbúa stærðarinnar grillveislu sem tókst líka svona dæmalaust vel. Mættu þarna bæði íslenskir vinir okkar og sænskir vinnufélagar Ingó og mingluðu yfir grilluðum kjúlla og meðlæti. Hóparnir skiptust þó áberandi vel í tvennt þegar kom að því að svæfa og/eða gefa íslenskum börnum sem með voru í för þannig að segja má að þarna sáum við Ingó svart á hvítu hvað er verið að yfirgefa í bili (partístand og drykkja frameftir nóttu) og hvað framtíðin ber í skauti sér (barneignir af bestu gerð með tilheyrandi rólegheitum á djammfrontinum). Lagðist bara vel í okkur enda vorum við ansi sybbin daginn eftir því Svíarnir héngu við spjall á svölunum okkar til 2 um nóttina og hefðu vel geta verið lengur ef ekki hefði verið fyrir litlu óléttu Beggu sem var farin að geispa allsvakalega.
Skemmtileg mynd tekin um kvöldið af mér og Röggu með Emilíu litlu! Framtíðarsýn (nema það að ég verð ekki með mallakúlu þá).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home