Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 júní 2005


Afmælisstelpukonan og verðandi mamma :) Posted by Hello
Í gær átti mín nebblegast afmæli... orðin heil 28 ár ! Dagurinn var fyrsti alvöru sumarhitadagurinn í Stokkhólmi og við gátum þessvegna notað tækifærið og farið á uppáhalds grænmetisveitingastaðinn minn Herman´s Trädgårdscafé þarsem við sátum úti í garðinum með æðislegt útsýni yfir borgina.
Eftirá var nátturulega tilvalið að liggja og slaka á í hengirúmunum þeirra meðan maturinn meltist í möllunum á okkur. Þið getið bara rétt ímyndað ykkur hverskonar "átök" þurfti til að koma mér UPPÚR hengirúminu eftirá! Ekki auðvelt að vera svona afvelta með stóran mallakút sem inniheldur eitt stykki stækkandi og sparkandi bingóbaun.
Fór annars í mánaðarlega ljósmóðurtékkið, sem héðan eftir verður aðrahverja viku frammað fæðingu. Enn eru allar tölur í ljómandi lagi hjá mér og bauninni. Blóðþrýstingurinn var í sögulegu lágmarki (110/70) en mér er sagt af blóðþrýstingsáhugamanneskju að það sé "ideal" þrýstingur. Ég fékk allavega staðfestingu á því afhverju ég finn alltaf litlar lappir sparkandi í mínum viðkvæmari líkamsparti. Baunin liggur með höfuðið uppi við og lappir og rass NIÐUR. Kæmi mér ekki á óvart ef ég fengi fót einhvert kvöldið útum slímtappann ! Ef ég væri karlmaður væri ég sjálfsagt rúmliggjandi útaf þessu ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home