Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

13 júní 2005

Helgin okkar

Fórum á laugardaginn í heimsókn og "æfingarleiðangur" til vikugamallrar Emilíu þeirra Írisar og Óla. Skrýtið að halda á einni svona lítillri og reyna að ímynda sér að maður eigi eftir að fá svona lítin pakka í fangið eftir 10 stuttar vikur. Þau Íris og Óli eru búin að lofa því að vera okkar "vitrari og reyndari" side-kicks þegar að okkur kemur enda þarf nú ekki að finna upp hjólið tvisvar svo það verður gott að geta bara hóað í þau í síma ef manni vantar ráðleggingar :)
Á sunnudaginn fórum við Ingó í heljarinnar hjólatúr með nesti og alles útá Lidingö, alls 10 kílómetra sem tók okkur 2 klukkustundir. Hefðum ábyggilega geta verið fljótari að þessu en við þurftum að stoppa og leiða hjólin upp allar brekkur ! Ég hafði bara einfaldlega ekki meira lungnaþrek en það og svitnaði rækilega við þessi hæfilegu átök. Var samt ekkert uppgefin eða búin á því... svona mjúk hreyfing útivið er alveg meiriháttar og blæs í mann nýju lífi.
Nýjasta nýtt hjá mér er annars www.tradera.com sem er sænskt fyrirbæri svipað og Ebay. Þarna er að finna ótrúlegustu hluti, svona notað og ódýrt barnastöff, t.a.m. hin fínustu ungbarnaföt á sportprís ! Sit þessvegna núna og dunda mér við að finna hvort mér litist á einhvað... er þegar búin að kaupa fatapakka með 8 flíkum í stærð 50-56 á 200 kall. Allt notað einusinni og í fínu ásigkomulagi. Fínt að geta sparað svona innámilli, þá fæ ég ekki jafn mikið samviskubit þegar mig fer að langa að kaupa merkjafötin handa Bingóbauninni ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home