Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 júní 2005

Þar kom að því !!

Ljósmóðirin mín er í sumarfríi svo ég fór í mína reglubundnu skoðun hjá nýrri .... Åsu að nafni. Þvílíkt ólukkukefli sem sú indæla kona var.. ég mældist með sykur bæði í þvagi og blóði OG bumban hafði tekið vaxtarkipp svo hún sendi mig beinustu leið í vaxtarsónar ! Á svo pantaðan tíma á morgun í "glukosbelastning" sem þýðir að þeir ætli að tékka á því hvort nýrun séu ekki alveg örugglega að brjóta niður sykurinn einsog á að gera. EF slæm niðurstaða kemur úr því þýðir það að ég sé komin með meðgöngusykursýki og þarf þá að fara í sérstakt reglulegt tékk á Danderyd spítala.
Fékk semsagt aukasónar útúr þessu öllu saman sem kom svona líka ljómandi vel út; Bingóbaunin er gjörsamlega eftir kúrfunni í stærð (1.892 grömm að þyngd) og lögun sem þykir benda til þess að litlar líkur séu til að hafa áhyggjur af sykursýki.
Nú er bara að fasta frá 22 í kvöld, mæta til ljósmóðurinnar aftur kl. 7.45 í fyrramálið, drekka hundvondan sykurdrykk, sitja og bíða í 2 klst, láta kíkja aftur á blóðið hjá mér og sjá svo til hver niðurstaðan verður !

1 Comments:

  • Jiminn vonandi hafa Duran Duran kýlt niður í þér sykurinn. Vona að þú kveljist ekki mikið í prófinu ógeðslega... knúúús
    Ragga

    By Blogger Ragga, at 10:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home