Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

29 júní 2005

Fjúkket :)

Mætti vel undirbúin fyrir 2gja tíma bið, með prjónaskapinn og bók að lesa, í morgun til ljósmóðurinnar að taka glúkóstestið. Upphafstalan hjá mér á fastandi maga var 4,2 og einum sykurdrykki og 2 klst síðar var ég "bara" með 7,1. Miðað við að hafa verið með 10,6 í gærmorgun var þetta all-ótrúlegt og ljósmóðirin átti bágt með að trúa þessu sjálf ! Svo ég var útskrifuð með sæmd og sagt að hafa ekki frekari áhyggjur af meðgöngusykursýki. Nú er allavega búið að sanna í eitt skipti fyrir öll að ég er ekki í áhættuhópi.... so far so good anyways ;)

Fórum annars í gærkvöldi á Duran Duran tónleikana með Bergi og Röggu. Þvílíkt dæmalaust stuð sem var bæði í salnum og bumbunni ! Augljóst að það er míní-Duran-fan inní mér :) Fyndið að sjá hvað þeir eru búnir að eldast blessaðir hljómsveitarmeðlimirnir. Simon náttlega alltaf flottur þó húðin sé aðeins farin að hanga en aumingja John þyrfti að láta athuga síddina á leðurbuxunum sínum (of stutt) og kannski fleygja gráu sportsokkunum og þykkbotna Ecco skónum. Þeir tóku annars flestöll "gömlu góðu" lögin og ég held að flestir í salnum hafi fengið mörg gæsahúðarmóment þetta kvöldið !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home