Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

09 ágúst 2005

Öll hin litlu börnin á fæðingardeildinni

Er búin að vera mikið að dunda mér við að skoða nýfædd börn (myndir) og fæðingarfrásagnir annara kvenna. Gaman svona þegar maður er farin að spekúlera í því hvernig bingóstrákur eigi eftir að líta út... hverjum hann eigi eftir að líkjast meira/mest og allt þetta klassíska. Það sem ég sjálf hlakkar mest til að sjá er hvort hann verði með HÁR ! Ingó megin er hárleysið ríkjandi en lubbinn er það hinsvegar mín megin. Var einmitt í klippingu í gær og Elín "frissan" mín (frisör = hárgreiðslukona) heimtaði að ég kæmi með hann til hennar í snyrtingu í framtíðinni ef hann reyndist með lubba :)
Uppáhalds nýfæddrabarnasíðan mín er að sjálfsögðu "Baby Online" sem er síða Danderyd spítalans, þess sem ég kem til með að fara á, þarsem nýbökuðum foreldrum býðst að birta myndir af litlu krílunum sínum til að sýna ættingjum og vinum online ;) Bingóstrákur verður þarna væntanlega von bráðar !!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home