Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 ágúst 2005

Allt að smella saman

Helgin fór í últrashoppingferð í Babyland, keyptum þar allt þetta smá- og stórdót sem við vorum búin að vera að geyma að kaupa þartil núna; baðbala, rúmdýnu, skiptiborðsplast, pissulak, nebbasugu, regncover fyrir vagninn .... og sóttum í leiðinni væntanlega síðustu "notað og ódýrt" kaupin í bili; ömmustól á 300 kall, nær ónotaðan.
Átti von á að fá tíma í vaxtarsónar í dag, þarsem á fimmtudaginn var ljósmóðirin á miljón að reyna að finna tíma daginn eftir eða strax eftir helgi.... svo tala ég við hana áðan og þá gefur hún mér tíma á SUNNUdaginn kl. 19 ?! Skil ekki alveg hvaða gagn sónarinn á að gera svona stuttu fyrir áætlaðan fæðingardag en þetta gæti þá gefið frekari ástæðu til gangsetningar EF bingóstrákur er risastór eða útséð er að ég ætli að fara að ganga langt frammyfir áætlaðan dag. Sit þá bara róleg og klappa mína "grótesk" stóru bumbu (fékk að heyra það á föstudaginn að miðað við að horfa aftaná mig og að ofan þarsem ég liti "ekki ólétt" út... þá væri bumban framaná GRÓTESK stór. Fyndið orð ;)
Annars er semsagt bara flestallt klappað og klárt; flest öll barnafötin þvegin og reddí, taskan góða sem ég ætla að taka með á spítalan stendur tilbúin til áfyllingar (nei, ég er ekki byrjuð að pakka í hana ennþá!), allt komið í hús og við eigum bara eftir að sækja vagninn og barnabílstólinn oní geymslu.
Svo er bara spurning hversu hægt eða hratt dagarnir frammað fæðingu líða !!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home