Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 ágúst 2005

Tímamót; árs brúðkaupsafmæli


Umrædd herragarðshelgi á Krusenberg var algjört æði ! Byrjaði á inntékkun á hótelinu, fórum svo í smá göngutúr og enduðum með "afternoon-tea" á herragarðinum. Það var sko frænkukaffi af bestu gerð með nýbökuðum skonsum, heitu kakói og kökum bornum fram með rjóma. Eftir það áttum við pantaðan tíma í sitthvort klukkutíma heilnuddið sem yndisleg kona að nafni Jeanette framkvæmdi á okkur. Við vorum svo ánægð með umhverfið sem nuddið fór fram í.... í sér "bryggju"húsi rétt hjá herragarðinum sem var einsog risastór kósí sumarbústaður með útsýni yfir Mälaren (vatn). Þarna gat maður legið hálfnakin í nuddinu, með opna gluggana og heyrt í vatninu slettast letilega uppvið bryggjuna fyrir utan... algjör unaður. Um kvöldið var svo þriggja rétta gourmet-dinner í æðislegu herragarðsumhverfinu og eftir það hafði okkur boðist að fá lánað bryggjuhúsið sem við þáðum og fengum okkur "kvöldölið" þar áður en við steinsofnuðum eftir æðislegan dag. Tókum þessa mynd í bryggjuhúsinu ... ekki margar myndirnar til af okkur BÁÐUM þessa dagana :)

Posted by Picasa

1 Comments:

  • Elsku hjón!
    Hjartanlega til hamingju með fyrsta (af mörgum:=) brúðkaupsafmælið ykkar! Það er brábært að þið hélduð upp á það með stæl og rómantík, verður ekki tækifæri til þess að gera annað eins næstu mánuðina en þá verðið þið vakandi yfir litlum strákaling sem mun taka hug ykkar allan. Nýr kafli að fara að hefjast! Fæ bara tár í augun þegar ég skrifa þetta (gleðitár... eða kanski mætti kalla þau brjóstagjafatár... þarf ekki mikið til þessa dagana).
    Hafið það sem best og hugsið vel um bumbuna!
    Kær kveðja,
    Iris "D" (brjóstahaldara stærðin þessa dagana... mjög stolt :=)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home