Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 ágúst 2005

Stórabumba Beggu


Enn og aftur mælist ég með lítillega yfir "meðallag efri marka" bumbu sem þýðir vaxtarsónar númer tvö í boði mæðraverndarinnar væntanlega á mánudaginn ;) Seinast var ég send í svona þegar haldið var að ég væri með sykursýki því þá var bumban líka aðeins yfir meðallagið miðað við meðgöngulengd..... en allt var í fínu með bingóstrák sem var akkúrat passlega stór... ég hlýt bara að hafa svona einstaklega aðlögunarhæft leg sem gerir sitt besta til að búa vel um krílakroppinn og hafa nóg pláss ! *fliss*
Annars var allt í góðu einsog venjulega í mæðraskoðuninni og blóðsykurinn hlægilega lár miðað við sykur-cravingið sem ég er búin að vera að þjást af; er með ÆÐI fyrir kexi, kökum og kaffibrauði. Kannski líkaminn bara þurfi á þessu að halda ? Eða kannski finnst mér 2-3 kexkökur eða 1 mínímuffins á dag vera ofneysla miðað við að þetta sé ekki einhvað sem ég leyfi mér svona dags daglega ? Kannski mar fari frekar að hafa áhyggjur þegar neyslan er komin uppí "pakka á dag" :)
Posted by Picasa

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home