Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 september 2005

Drengurinn dafnar enn

Fórum í gær og hittum nýju ljósuna á ungbarnaeftirlitinu. Sú heitir Marie og er "allt önnur Ella" en sú sem við vorum með áður. Þessi sýndi mér vaxtarkúrfu Hilmis, spjallaði heillengi við mig og skoðaði hann, og var almennt áhugasamari um að leysa brjóstagjafavesenið, ekki bara útfrá því að guttinn væri að bæta á sig samkvæmt stöðlum og að þá væri ekkert vandamál, heldur að geta leyst þetta svo að vel gangi í framtíðinni... fyrir okkur bæði.
Það jákvæða við þetta allt saman er að Hilmir er enn að bæta á sig, komin uppí 4.600 grömm og orðin 56,5 cm á lengd. Furðulegt að á mánuði sé hann búin að bæta á sig næstum heilu kílói og 4,5 cm !!
Í þroskafréttum er það helst að við bíðum nú spennt eftir (sem við búumst við á næstu dögum/vikum);
- fyrsta alvöru brosinu, hingað til höfum við fengið svona óvart-bros sem við erum ekki viss um að séu gerð viljandi eða bara ósjálfrátt viðbragð hans við einhverju skemmtilegu.
- að hann "sjái" einhvað sem við sýnum honum. Núna starir hann jafn spenntur á vegginn einsog tuskubrúður... engin munur ;)
- að hann haldi höfði almennilega. Hefur verið að koma smám saman að hann er ekki jafn viðkvæmur og finnst langskemmtilegast að fá að vera á öxlinni á okkur þarsem hann getur lyft höfðinu og skoðað sig um. Maður tekur samt eftir því að stjórnin kemur smám saman hjá honum, farin að geta snúið höfðinu frá hægri til vinstri ef hann liggur niðri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home